Nýja gryfjan klár!
Nýja gryfjan klár!
Í dag lauk uppsetningu á nýrri gryfju í Bjarkarsal og í Litlu Björk, í Íþróttamiðstöðinni Björk.
Gryfjan sem fyrir var í Bjarkarsal var orðin slitin og nauðsynlegt orðið að endurnýja. Eldri gryfjan var byggð þannig upp að heill svampur var lagður yfir fjaðrandi net sem strengt var í gólfhæð, og holrými þar undir. Nýja gryfjan er hins vegar hefðbundin púðagryfja þ.e. dýnur eru lagðar í botninn á 1,4 metra djúpri gryfju sem síðan er fyllt af svamppúðum (20x20x30 cm) sem klæddir hafa verið. Þessi gryfja gefur iðkendum möguleika á að æfa erfiðari stökk án þess að eiga hættu á að meiða sig.
Gryfjan í Litlu Björk var einnig orðin talsvert slitin og komin tími á viðhald. Sú gryfja hefur nú verið endurnýjuð á samskonar hátt og í Bjarkarsal.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum líta nýju gryfjurnar mjög vel út. Eftir að hafa aðstoðað við að fylla gryfjurnar af svamppúðunum tóku iðkendur í keppnishóp Fimleikadeildar fyrstu æfingu í nýju gryfjunum og voru öll himinlifandi með nýja frábæra aðstöðu.