Æfingar hefjast 3. sept

  • 2. september, 2014

tn_500x_2016-0Nú eiga allir að vera búnir að fá póst um í hvaða hóp og á hvaða tíma krakkarnir eru á klifuræfingum.

Þeir sem eru að byrja og eru að koma á sínar fyrstu æfingar mæta í íþróttafötum og í innanhús íþróttaskóm, þegar þau eru búin að æfa í ca 4 vikur og eru ákveðin í að halda áfram er nauðsynlegt fyrir þau að eignast klifurskó, þá er t.d hægt að kaupa í Klifurhúsinu í Ármúla 23, einnig er klifurdeildin með facebook síðu, Klifurdeild Bjarkanna, stundum hafa verið seldir notaðir skór þar.

Okkur langar að biðja ykkur foreldrana að ræða það við börnin að mæta stundvíslega á æfingar og að þau geymi gsm síma sína í töskum sínum, en sú ekki að láta þá trufla sig á æfingum.