Haustönn 2014 hefst í dag!
Haustönn 2014 hefst í dag!
Í dag fer haustönn af stað hjá Fimleikafélaginu Björk. 800 hressir og kátir iðkendur félagsins fara að streyma í Íþróttamiðstöðina Björk til að stunda sína íþrótt. Allt er tilbúið til að taka á móti krökkunum og við hlökkum til að sjá þau.
Undanfarna daga og vikur höfum við verið að senda út á forráðamenn upplýsingar um hópa, tímatöflur, uppgjör og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Ýmsar gagnlegar upplýsingar um ofangreint er að finna hér á heimasíðu okkar, t.d. undir upplýsingar frá forsíðu og tímatöflur er að finna undir hverri deild.
Óskum iðkendum og forráðamönnum þeirra, þjálfurum og öðru starfsfólki, góðs gengis á haustönn.
Myndin sem fylgir fréttinni er af Bjarkarstúlkunni Ríkey Magnúsdóttur, einni fremstu klifurkonu landsins.