Evrópumót í Fitkid haldið á Íslandi! – Þátttakendur frá Fimleikafélaginu Björk
Evrópumót í Fitkid haldið á Íslandi! – Þátttakendur frá Fimleikafélaginu Björk
Evrópumótið í Fitkid verður haldið í Vodofone höllinni 11.-12. október nk. Hópur iðkenda frá Fimleikafélaginu Björk tekur þátt í mótinu og eru þeir einu keppendurnir fyrir Íslands hönd og erum við mjög stolt yfir því.
Samhliða mótinu verða haldnir fjölskyldu og heilsudagar með ýmsum kynningum og uppákomum fyrir börn. Miðaverð er kr. 2.600,- fyrir helgarpassa fyrir fullorðna og kr. 1.800,- fyrir stakan dag, frítt fyrir börn 16 ára og yngri.
Sjá upplýsingar um dagskrá mótsins á viðburðardagatali félagsins (Ath. smella á ‘more details’)