Evrópumótið í hópfimleikum 15.-18. okt – SJÁLFBOÐALIÐAR ÓSKAST!

  • 1. október, 2014

tn_500x_2018-0Evrópumótið í hópfimleikum 15.-18. okt – SJÁLFBOÐALIÐAR ÓSKAST!

ATH!  SJÁLFBOÐALIÐAR!  Fimleikasambandið leitar að sjálfboðaliðum til að aðstoða við hin ýmsu verkefni á Evrópumótinu í hópfimleikum.  Um er að ræða margvísleg störf, allt frá móttöku og umsjón með keppnishliðum, uppsetningu og undirbúning, og ekki síst framkvæmd mótsins sjálfs.  Mótið fer fram 15.-18. okt. og þörf á að manna mótið frá morgni til kvölds.  Áhugasamir á að hjálpa sendið á okkur fbjork@fbjork.is, nafn, símanúmer og tölvupóstfang. 

Frétt frá 15. sept.:

Enn er hægt að kaupa svokallaða ‘Gullmiða’ á Evrópumótið í hópfimleikum sem fram fer hér á landi dagana 15. til 18. október nk.  Hægt að kaupa miða hér!

Við hvetjum alla til að mæta á þennan merkisviðburð.  Stefnt er að því að fylla Höllina og búa til ógleymanlega stemningu þegar við hvetjum landsliðin okkar áfram til sigurs.  Saman getum við unnið gull!

Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=05HFjIWh7Z8  myndband um Sif Pálsdóttur, margfaldan meistara í hóp- og áhaldafimleikum, sem mun freista þess á þessu móti að vinna Evrópumeistaratitilinn í 3. skiptið í röð.