Haustmót FSÍ – Keppnistímabilið fer vel af stað!

  • 6. nóvember, 2014

Haustmót FSÍ – Keppnistímabilið fer vel af stað!

Síðastliðna helgi fór fram fyrsta mót vetrarins sem Fimleikasamband Íslands (FSÍ) heldur í áhaldafimleikum.  Mótið fór fram á Akureyri og keppt var í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans, bæði í flokki pilta og stúlkna.  Keppendur voru um 240 talsins frá 10 félögum, þar af um 50 piltar.

Þátttakendur frá Fimleikafélaginu Björk voru að þessu sinni 15 talsins, 7 piltar og 8 stúlkur.  Benedikt Pétursson stóð sig frábærlega en hann keppti í 4. þrep 10 ára og eldri og hafnaði þar í 2. sæti í fjölþraut.  Þær Sara Sóley Jankovic og Guðlaug Hrefna Steinsdóttir kepptu báðar í 4. þrep 12 ára og komust á pall í fjölþraut, Sara í 2. sæti og Guðlaug í 3. sæti.  Sara Sigurðardóttir keppti í 5. þrep 11-12 ára og náði sömuleiðis á pall í fjölþraut þ.e. 2. sæti.  Flottur árangur hjá þessu efnilega fimleikafólki.

Aðrir keppendur stóðu sig einnig með mikilli prýði og komust mörg hver einnig á pall í úrslitum á áhöldum, en þau voru (sæti í fjölþraut):

Óskar Ísak Guðjónsson, 4. þrep 10 ára og yngri, 4. sæti.
Brynjar Ari Magnússon, 4. þrep 10 ára og yngri, 10. sæti.
Ísak Máni Ellertsson, 4. þrep 10 ára og yngri, 11. sæti.
Ágúst Blær Markússon, 4. þrep 10 ára og eldri, 5. sæti.
Steindór Máni Auðunsson, 4. þrep 10 ára og eldri, 7. sæti.
Steinar Þór Harðarson, 4. þrep 10 ára og eldri, 9. sæti.

Hjördís Lilja Birgisdóttir, 5. þrep 9 ára, 10. sæti.
Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, 5. þrep 10 ára, 4. sæti.
Salome Kristín Haraldsdóttir, 5. þrep 10 ára, 6. sæti.
Hrefna Lind Hannesdóttir, 4. þrep 9 ára, 4. sæti.
Hildur Sóley Káradóttir, 4. þrep 10 ára, 17. sæti.
Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, 4. þrep 10 ára, 29. sæti.

Öll úrslit af mótinu er hægt að nálgast hér (undir Ísland)!

Mótið fór vel fram og skipulag til fyrirmyndar.  FSÍ hefur nú tekið í gagnið nýtt úrslitakerfi sem gefur þeim sem vilja fylgjast með tækifæri á að sjá einkunnir í beinni útsendingu á netinu.  Kerfið gerir einnig framkvæmd fimleikamóta þægilegri.

tn_500x_2030-0Myndin sem fylgir fréttinni er af þeim Söru, Hjördísi, Salome og Sveinbjörgu frá Björk, sem allar kepptu í 5. þrepi.