Haustmót FSÍ – Stefán vinnur fyrsta titil félagsins í karlkyns flokki í frjálsum æfingum!

  • 10. nóvember, 2014

Haustmót FSÍ – Stefán vinnur fyrsta titil félagsins í karlkyns flokki í frjálsum æfingum!

Stefán Ingvarsson varð um helgina fyrstur til að vinna titil í frjálsum æfingum í karlkyns flokki fyrir Fimleikafélagið Björk, þegar hann varð Haustmeistari í fjölþraut í flokki unglinga í frjálsum æfingum.  Glæsilegur árangur það.

Auk þess fékk félagið tvo aðra titla í frjálsum æfingum á þessu móti þegar systurnar Kristjana Ýr og Margrét Lea Kristinsdætur sigruðu í fjölþraut, Kristjana í flokki unglinga og Margrét í flokki stúlkna.  Félagið hampaði því þremur af fjórum fjölþrautartitlum í frjálsum æfingum sem í boði voru á þessu móti.  Glæsilegur árangur það.

Aðrir sigurvegarar í fjölþaut á þessu móti urðu síðan Helgi Valur Ingólfsson sem keppti í 3. þrepi 12 ára og yngri, Breki Snorrason sem keppti í 1. þrepi 13 ára og yngri, Guðrún Edda Min Harðardóttir í 2. þrepi 11 ára og yngri og Vigdís Pálmadóttir sem keppti í 1. þrepi 11 ára.

Aðrir sem stigu uppá pall í fjölþrautarkeppninni voru þau Vigfús Haukur Hauksson, varð í 3. sæti í 3. þrepi 12 ára og yngri, Orri Geir Andrésson varð í 2. sæti í 1. þrepi 13 ára og yngri, Birta Líf Hannesdóttir varð í 3. sæti í 3. þrepi 11 ára, Bergþóra Karen Jónasdóttir varð í 3. sæti í 3. þrepi 14 ára og eldri, Emelía Björt Sigurjónsdóttir hafnaði í 3. sæti í 2. þrepi 11 ára og yngri, Ragna Dóa Þórsdóttir varð í 3. sæti í 2. þrepi 13 ára og eldri, Auður lára Mei Sigurðardóttir varð í 2. sæti í 1. þrepi 11 ára og Nína María Guðnadóttir í 3. sæti í unglingaflokki í frjálsum æfingum.

Aðrir keppendur frá Björk sem voru félagi sínu til mikils sóma voru (sæti í fjölþraut aftast):
Einar Dagur Blandon, 3. þrep 12 ára og yngri, 4. sæti.
Fannar Logi Hannesson, 1. þrep 13 ára og yngri, 6. sæti.
Helena Hauksdóttir, 3. þrep 10 ára, 8. sæti.
Karólína Lýðsdóttir, 3. þrep 11 ára, 10. sæti.
Elín Ragnarsdóttir, 3. þrep 12 ára, 8. sæti.
Embla Guðmundsdóttir, 2. þrep 11 ára og yngri, 4. sæti.
Freyja Sævarsdóttir, 2. þrep 11 ára og yngri, 8. sæti.
Jóhanna Kristjánsdóttir, 2. þrep 12 ára, 4. sæti.
Sara Mist Arnar, 1. þrep 12 ára og eldri, 5. sæti.
Guðný Björk Stefánsdóttir, 1. þrep 12 ára og eldri, 6. sæti.

Auk verðlauna í fjölþraut voru veitt verðlaun á einstökum áhöldum þar sem ofangreindir einstaklingar fengu fjöldann allaf af verðlaunum.

Úrslit af mótinu er að finna hér: http://score.sporteventsystems.se/default.aspx

tn_500x_2031-0Á myndinni sem fylgir frétt eru þeir (frá hægri) Orri Geir, Fannar Logi, Vladimir Zaytsev þjálfari, Stefán og Breki.