Svartabeltispróf hjá Taekwondodeild

  • 28. nóvember, 2014

Svartabeltispróf hjá Taekwondodeild

Þann 16. nóvember sl. fór fram svokallað ‘svartabeltispróf’, eða 1. dan próf, í Andrasal Íþróttamiðstöðvarinnar Björk.  Taekwondodeild félagsins stóð fyrir viðburðinum sem er mjög skemmtilegur og upplýsandi á að horfa.

Prófdómari var þjálfari félagsins, Cesar Rodriques Luna sem kemur frá Mexíkó en hefur starfað hér á landi í nokkur ár.  Cesar er margfaldur meistari í íþróttinni, m.a. tvöfaldur silfurverðlaunahafi á heimsmeistaramóti í Taekwondo síðan á 9. áratug síðustu aldar.  Fimleikafélagið Björk er vel í sveit sett með að njóta krafta svo hæfileikaríks þjálfara og hefur hann unnið frábært starf á því 1 1/2 ári sem hann hefur starfað hjá félaginu.

Fimm einstaklingar þreyttu prófið og stóðust þau öll og eru þar með komin með 1. dan í Taekwondo.  Þetta voru þau Aníta Viggósdóttir, Axel Magnússon, Gabríel Örn Grétarsson, Hrafnhildur Rafnsdóttir og Magnús Ásgeirsson.  Félagið óskar þeim öllum til hamingju með áfangann.

Myndin sem fylgir fréttinni er af hópnum sem tók þátt í viðburðinum. tn_500x_2039-0