Kristjana Ýr og Stefán íþróttafólk ársins 2014! – Viðurkenningarhátíð félagsins

  • 20. desember, 2014

 Kristjana Ýr og Stefán íþróttafólk ársins 2014! – Viðurkenningarhátíð félagsins

Í dag fór fram Viðurkenningarhátíð ársins 2014 hjá Fimleikafélaginu Björk.  Á þessum viðburði er íþróttafólki ársins hjá félaginu, af báðum kynjum, veitt viðurkenning auk þess sem íþróttafólk ársins hjá deildum félagsins er heiðrað.

Íþróttafólk ársins 2014 hjá Fimleikafélaginu Björk eru þau Kristjana Ýr Kristinsdóttir og Stefán Ingvarsson, en bæði stunda þau fimleika.  Þau urðu jafnframt heiðruð sem írþóttafólk árins hjá Fimleikadeild.tn_500x_2043-0

Klifurfólk ársins eru þau Bryndís Guðmundsdóttir og Björn Gabríel Björnsson.

Taekwondo íþróttafólk ársins eru þau Perla Rún Bergmann og Leo Anthony Speight.

Glæsilegir fulltrúar Fimleiafélagsins Björk hér á ferð og óskum við þeim öllum til hamingju.

Á myndinni sem fylgir frétt eru (talið frá vinstri) Perla Rún, Leo Anthony, Kristjana Ýr, Stefán, Björn Gabríel og Bryndís.