Margrét Lea Bjarkarmeistari – Innanfélagsmót Fimleikadeildar

  • 23. janúar, 2015

Margrét Lea Bjarkarmeistari – Innanfélagsmót Fimleikadeildar

Innanfélagsmót Fimleikadeildar 2015 hófst föstudaginn 23. janúar með keppni stúlkna í 1.-4. þrepi, og í frjálsum æfingum.

Margrét Lea Kristinsdóttir sigraði í frjálsum æfingum og varð þar með Bjarkarmeistari í fyrsta sinn.  Margrét Lea, sem einungis er 12 ára, er margfaldur meistari í þrepum íslenska fimleikastigans en er nú nýlega byrjuð að keppa í frjálsum æfingum.  Nína María Guðnadóttir, sem einnig er ung að árum eða 13 ára, varð í 2. sæti en að þessu sinni kepptu einungis tvær stúlkur í frjálsum æfingum.  Báðar eiga stúlkurnar sæti í unglingalandsliði Íslands í áhaldafimleikum.

Þrepameistarar stúlkna urðu:
1. þrep – Guðný Björk Stefánsdóttir.
2. þrep – Embla Guðmundsdóttir.
3. þrep – Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir.
4. þrep – Sara Sóley Jancovic.
5. þrep – Ísabella Hilmarsdóttir.

Öll úrslit hér:http://www.fbjork.is/files/UrslitOllThrep(laug2).pdf

tn_500x_2049-0Myndin sem fylgir fréttinni er af Bjarkarmeistara félagsins, Margréti Leu Kristinsdóttur.