Þrepamót FSÍ pilta fer fram í Björk á morgun!

  • 30. janúar, 2015

Þrepamót FSÍ pilta fer fram í Björk á morgun!

tn_500x_2051-0Þrepamót Fimleikasambands Íslands (FSÍ) verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Björk á morgun laugardag.  Keppt er í 4. og 5. þrepi pilta.  Von er á piltum frá 6 félögum þ.e. Fimleikafélaginu Björk, Gerplu, Ármanni, Akureyri, Keflavík og Fylki.

Fyrri hluti mótsins hefst kl. 9.50 og stendur yfir til hádegis en þá er keppt í 5. þrepi pilta.  Eftir hádegi eða frá kl. 13.50 er síðan keppt í 4. þrepi pilta.

Aðgangseyrir er kr. 1.000,-, frítt fyrir 14 ára og yngri.  Allir velkomnir!

Úslit: http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=157

Stúlknahluti þessa sama móts fer fram alla helgina í Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem m.a. taka þátt stúlkur frá Björk.