Þrepamót pilta og stúlkna í 4. og 5. þrepi – Úrslit

  • 1. febrúar, 2015

Þrepamót pilta og stúlkna í 4. og 5. þrepi – Úrslit

Piltar og stúlkur frá Fimleikafélaginu Björk tóku þátt í Þrepamóti Fimleikasambands Íslands núna um helgina þar sem keppt var í 4. og 5. þrepi íslenska fimleikastigans.  Piltahlutinn fór fram í Íþróttamiðstöðinni Björk en stúlknahlutinn hjá Gróttu Seltjarnarnesi.

Um 90 piltar spreyttu sig, þar af um 65 í 5. þrepi fyrir hádegi á laugardaginn og um 25 í 4. þrepi eftir hádegi.  Piltar frá Björk tóku einungis þátt í keppni í 4. þrepi að þessu sinni og stóðu þeir sig allir mjög vel.  Óskar Ísak Guðjónsson hafnaði í 3. sæti í fjölþraut í í flokki 11 ára, og Ágúst Blær Markússon náði einnig á pall í fjölþraut og varð í 3. sæti í keppni 12 ára (einnig í 1. sæti á gólfi og 3. sæti á stökki).  tn_500x_2052-0

Frá Björk tóku einnig þátt þeir Brynjar Ari Magnússon (fl. 11 ára, 2. sæti á stökki, tvíslá og svifrá, 5. sæti í fjölþraut), Ísar Máni Ellertsson (fl. 11 ára, 3. sæti bogi og hringir, 7. sæti í fjölþraut), Benedikt Pétursson (fl. 12 ára, 2. sæti svifrá, 3. sæti tvíslá og 5. sæti fjölþr.), Svavar Valsson (fl. 12 ára, 10. sæti fjölþr.) og Steindór Máni Auðunsson (fl. 12 ára, 2. sæti hringir og 11 sæti fjölþr.).

Öll úrslit af piltamótinu hér: http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=157

Um 260 stúlkur tóku þátt í Þrepamótinu stúlkumegin, þar af voru 26 stúlkur frá Björkunum.  Í fjölþraut á Þrepamótum FSÍ eru veitt verðlaun uppí 10. sæti ef 30 stúlkur eða fleiri tóku þátt í sömu keppni.  Þær stúlkur sem komust á pall í fjölþraut voru þær Ísabella Hilmarsdóttir varð í 5. sæti í 5. þrepi 9 ára (einnig í 2. sæti á slá), Salome Kristín Haraldsdóttir hafnaði í 2. sæti í 5. þrepi 11 ára (einnig í 3. sæti á slá), Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir varð í 9. sæti í 5. þrepi 11 ára, Sara Sigurðardóttir varð í 5. sæti í 5. þrepi flokki 12 ára og eldri (einnig 3. sæti á slá), Hrefna Lind Hannesdóttir varð í 9. sæti í 4. þrepi 10 ára, og Sara Sóley Jankovic varð í 3. sæti (einnig 3. sæti slá og 2. sæti gólf) og Guðlaun Hrefna Steinsdóttir varð í 5. sæti (1. sæti tvíslá og gólf), báðar í 4. þrepi 13 ára og eldri.

Aðrar stúlkur sem tóku þátt í 5. þrepi frá Björk voru þær Sigríður Arna Þórðardóttir (fl. 5. þrep 9 ára, 3. sæti tvíslá, 11 sæti fjölþr.), Emelía Nótt Davíðsdóttir (fl. 5. þrep 9 ára, 14. sæti fjölþr.), Kristín Jóhanna Svansdóttir (fl. 5. þrep 9 ára, 17. sæti fjölþr.), Anna Rut Ingadóttir (fl. 5. þrep 9 ára, 20. sæti fjölþr.), Jada Birna Easter (fl. 5. þrep 9 ára, 37. sæti fjölþr.), Hjördís Lilja Birgisdóttir (fl. 5. þrep 10 ára, 16. sæti fjölþr.), Dalia Sif Bergsdóttir (fl. 5. þrep 10 ára, 18. sæti fjölþr.), Emma Margrét Timmermans (fl. 5. þrep 10 ára, 31. sæti fjölþr.), María Mist Arnarsdóttir (fl. 5. þrep 11 ára, 17. sæti fjölþr.), Tara Viktoría Alexdóttir (fl. 5. þrep 11 ára, 18. sæti fjölþr.), Steinunn Birta Steinsdóttir (fl. 5. þrep 11 ára, 20. sæti fjölþr.) og Amelia Zabel (fl. 5. þrep 11 ára, 40. sæti fjölþr.).

Og aðrar stúlkur frá Björk í 4. þrepi voru þær Kolbrún Garðarsdóttir (fl. 4. þrep 10 ára, 31. sæti fjölþr.), Brynhildur Eva Kristinsdóttir (fl. 4. þrep 11 ára, 16. sæti fjölþr.), Eva Elínbjört Guðjónsdóttir (fl. 4. þrep 11 ára, 3. sæti tvíslá, 23. sæti fjölþr.), Hildur Sóley Káradóttir (fl. 4. þrep 11 ára, 32. sæti fjölþr.), Aníta Ósk Hilmarsdóttir (4. þrep 12 ára, 24. sæti fjölþr.) og Victoria Zaytseva (fl. 4. þrep 13 ára og eldri, 14. sæti í fjölþraut).