Bjarkarstúlkur í 2. sæti – Íslandsmót unglinga í hópfimleikum

  • 16. febrúar, 2015

Bjarkarstúlkur í 2. sæti – Íslandsmót unglinga í hópfimleikum

Íslandsmót Unglinga í hópfimleikum var haldið í Versölum í Kópavogi núna um helgina.  Mótið er gríðarlega fjölmennt enda hópfimleikar mjög vinsæl íþrótt í dag.

Fimleikafélagið Björk sendi eitt lið til keppni á þessu móti og tók þátt í 2. flokki B liða þar sem voru lið frá fjórum öðrum félögum.  Liðið stóð sig með mikilli prýði og hafnaði í 2. sæti í þessum flokki.  Glæsileg frammistaða stúlknanna.  Liðið samanstendur af meistarahópi stúlkna (MH) í hópfimleikum hjá félaginu.

Lið frá Gerplu, Stjörnunni og Selfossi voru áberandi á verðlaunapöllum á þessu móti en það eru lið sem hafa látið hvað mest að sér kveða í hópfimleikum undanfarin ár.  Auk þess voru fleiri lið utan af landi sem náðu á verðlaunapalli eins og Sindri (Höfn í Hornarfirði), Höttur (Egilssöðum) og ÍA (Akranesi).

tn_500x_2057-0Meðfylgjandi mynd er af stúlkunum við verðlaunaafhendingu en þetta eru þær (talið frá vinstri) Edda Sól Arnarsdóttir, Lára Axelsdóttir, Laufey Kristín Lárusdóttir, Brynja Ólafsdóttir, Vigdís Lilja Guðmundsd. Jónsson, Svanhildur Ýr Sigurjónsdóttir, Birta Líf Þórarinsdóttir, Díana Dögg Örvarsdóttir, Sunneva Gísladóttir og Embla Andradóttir.  Einnig í MH hópnum en vantar á myndina eru þær Aníta Rós Tómasdóttir, Arna Ýr Bergsdóttir, Hekla Marey Steingrímsdóttir, Linda Rún Axelsdóttir, Una Rán Tjörvadóttir og Vala Dagsdóttir.