Gróska í Taekwondodeild
Gróska í Taekwondodeild
Mikil gróska er í starfi Taekwondodeildar félagsins. Fjölmargir áhugasamir og efnilegir iðkendur æfa hjá deildinni og þónokkrir eru nú þegar komnir með svarta beltið.
Æfingar fara fram undir stjórn Cesar Rodriquez Luna – http://en.wikipedia.org/wiki/César_Rodr%C3%ADguez_%28taekwondo%29 sem er aðalþjálfari deildarinnar. Ceasar, sem kemur frá Mexíko, á sjálfur að baki farsælan feril sem keppandi í íþróttinni og er m.a. tvöfaldur silfurverðlaunahafi á Heimsmeistaramóti síðan á 9. áratug síðustu aldar.