Björk með í baráttunni – Bikarmót FSÍ

  • 11. mars, 2015

Björk með í baráttunni! – Bikarmót FSÍ

tn_500x_2064-0Bikarmót Fimleikasambands Íslands (FSÍ) í áhaldafimleikum hafa verið haldin síðastliðnar tvær helgar.  Um síðustu helgi fór fram í Íþróttamiðstöðinni Björk seinni hluti mótsins þar sem keppt var í frjálsum æfingum og í 1., 2. og 3. þrepi Íslenska fimleikastigans.  Framkvæmd mótsins gekk vel í alla staði og fékk félagið mikið hrós fyrir.  Helgina áður hafði fyrri hluti mótsins farið fram í Ásgarði í Garðabæ þegar keppt var í 4. og 5. þrepi.

Afrakstur Fimleikafélagsins Björk á þessum mótum urðu 3 silfur og 3 brons sem verður að teljast fínn árangur hjá okkar litla fimleikafélagi.  Neðangreint er upptalning á gengi Fimleikafélagsins Björk á Bikarmótinu, upptalning á þeim liðum sem félagið stillti upp, sem og upplýsingar um sigurvegara.

Frjálsar æfingar:  Björk var hvorki með lið í karla- né kvennaflokki, en þau Margrét Lea Kristinsdóttir, Nína María Guðnadóttir og Stefán Ingvarsson kepptu sem gestir og stóðu þau sig öll mjög vel.  Sigurvegarar í flokki kvenna urðu Ármenningar og í flokki karla Gerplumenn.  Bæði þessi lið sýndu flotta fimleika.

Sjá úrslit piltamegin: http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=166

Sjá úrslit stúlknamegin: http://score.sporteventsystems.se/Webresult.aspx?id=170

1. þrep:  Björk hafnaði í 3. sæti bæði hjá stúlkum og piltum.  Piltaliðið skipuðu þeir Orri Geir Andrésson, Breki Snorrason og Fannar Logi Hannesson.  Stúlknaliðið skipuðu þær Sara Mist Arnar, Auður Lára Mei Sigurðardóttir, Vigdís Pálmadóttir og Guðný Björk Stefánsdóttir.  Lið Keflavíkur kom verulega á óvart hér og sigraði með miklum yfirburðum stúlknamegin en lið Gerplu sigraði piltamegin.

2. þrep:  Bjarkarstúlkur náðu 2. sæti í þessu þrepi en  Bjarkarpiltar voru ekki með lið.  Stúlknaliðið skipuðu þær Emilía Björk Sigurjónsdóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Embla Guðmundsdóttir, Freyja Sævarsdóttir og Ragna Dúa Þórsdóttir.  Lið Gerplu sigraði í stúlknaflokki en í piltaflokki sigraði lið Gerplu.

3. þrep:  Bjarkarstúlkur stóðu sig vel og höfnuðu í 3. sæti í harðri keppni 10 liða sem tóku þátt.  Bjarkarpiltar stóðu sig einnig frábærlega og urðu í 2. sæti .  Lið stúlknanna var skipað þeim Birtu Líf Hannesdóttur, Brynhildi Gígju Ingvarsdóttur, Karólínu Lýðsdóttur, Helenu Hauksdóttur, Elínu Ragnarsdóttur og Bergþóru Karen Jónasdóttur.  Piltarnir voru þeir Helgi Valur Ingólfsson, Vigfús Haukur Hauksson, Einar Dagur Blandon og Ísar Máni Ellertsson.  Gerplustúlkur og Ármannspiltar stóðu hér uppi sem sigurvegarar.

4. þrep:  Bjarkarpiltar höfnuðu í 2. sæti þar sem liðið var skipað þeim Ágústi Blæ Markússyni, Benedikt Péturssyni, Óskari Ísak Guðjónssyni, Steindóri Mána Auðunssyni, Svavari Valssyni og Brynjari Ara Magnússyni.  Bjarkarstúlkur stóðu sig einnig vel og höfnuðu í 5. sæti en liðið var skipað þeim Brynhildi Evu Kristinsdóttur, Evu Elínbjörgu Guðjónsdóttur, Hildi Sóley Káradóttur, Kolbrúnu Garðarsdóttur, Guðlaugu Hrefnu Steinsdóttur, Söru Sóley Jancovic, Victoriu Zaytsevu og Hrefnu Lind Hannesdóttur.  Keppendur frá Gerplu sigruðu í báðum kynjum hér.

5. þrep:  Bjarkarstúlkur höfnuðu í 6. sæti hér en liðið skipuðu þær Sara Björt Símonardóttir, Hjördís Lilja Birgisdóttir, Sveinbjörg Júlía Kjartansdóttir, Sara Sigurðardóttir, Salome Kristín Haraldsdóttir, María Mist Arnarsdóttir, Tara Viktoría Axelsdóttir og Steinunn Birta Steinsdóttir.  Bjarkarpiltar voru ekki með lið í 5 .þepi að þessu sinni.  Sigurvegarar í 5. þrepi urðu Gerplustúlkur og piltar frá Keflavík.

Sjá öll úrslit hér: http://score.sporteventsystems.se/default.aspx

Myndin sem fylgir fréttinni ef er verðlaunaafhendingu í 1. þrepi stúlkna.