Aðalfundur Fimleikafélagsins Björk

  • 29. mars, 2015

tn_500x_2067-0

Aðalfundur Fimleikafélagsins Björk verður haldinn þriðjudaginn 28. apríl 2015 í Íþróttamiðstöðinni Björk að Haukahrauni 1.  Fundurinn hefst kl. 20.00.

Dagskrá fundarins verður í samræmi við lög félagsins, sem finna má á heimasíðu félagsins, sjá: http://www.fbjork.is/Forsida/Skjol

Vakin er athygli á því að lögum félagsins var breytt all verulega á síðasta aðalfundi.  ÍSÍ hefur staðfest lögin að því gegnu að gerðar verði nokkrar lagfæringar.  Tillögur um þær breytingar er að finna í lögunum sjálfum og eru þær merktar sérstaklega.

Í samræmi við grein 4.6 og 4.7 í lögum félagsins þá þarf framboð til stjórnar að tilkynnast til félagsins 10 dögum fyrir fund.  Eins verða tillögur sem taka á fyrir á fundinum að berast í síðasta lagi viku fyrir fund svo hægt sé að taka þær fyrir á fundinum.

Allir áhugasamir um rekstur, stjórnun og framtíð félagsins eru hvattir til að mæta.

Tillaga að stjórn næsta starfsárs:
Ingvar Kristinsson, formaður
Kristinn Arason, stjórnarmaður til eins árs
Guðrún Björk Bjarnadóttir, stjórnarmaður til tveggja ára
Sjöfn Jónsdóttir, stjórnarmaður til tveggja ára og/eða formanns

Reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir fund.

Stjórnin