Innanfélagsmót í hópfimleikum – Birta Líf Bjarkarmeistari 2015
Innanfélagsmót Fimleikadeildar í hópfimleikum fór fram sunnudaginn 12. apríl. Á mótinu er keppt í einstaklingskeppni og stúlkur úr meistaraflokki félagsins í hópfimleikum (MH hópnum) tóku þátt. Keppt er á trampólíni og á dýnu og þátttakendur fá verðlaun fyrir þau áhöld, sem og verðlaun í samanlögðu.
Birta Líf Þórarinsdóttir stóð uppi sem sigurvegari á þessu móti með stigafjöldann 55,6 stig, auk þess sem hún sigraði á báðum áhöldunum. Í öðru sæti í samanlögðu varð Vigdís Lilja Guðmundsdóttir Jónsson (49 stig) og Embla Rán Andradóttir hafnaði í þriðja sæti (48,7 stig).
Á myndinni má sjá þátttakendur í mótinu, Birta Líf fyrir miðju með bikarinn. Fleiri myndir af hópnum munu birtast á Facebook síðu félagsins.