Pæjur og ponsur á Innanfélagsmóti

  • 23. apríl, 2015

tn_500x_2076-0

Um 200 stúlkur í ponsu- og pæjuhópum tóku þátt í Innanfélagsmóti fimleikadeildar síðastliðinn laugardag.  Flestar voru stúlkurnar að æfa sig í að keppa þ.e. lærðu að heilsa dómurunum og enda æfingar auk þess sem þær gerðu svokallað stöðumat sem allir iðkendur fimleikadeildar þurfa að framkvæma á hverri önn.  Mótið gekk mjög vel fyrir sig og allar stúlkurnar fengu verlaunapening um hálsinn að móti loknu.

Fáeinir hópar farnir að gera æfingar úr þrepum íslenska fimleikastigans og kepptu innbirgðis.  Stúlkur úr pæjuhópum 8A, 9B og 10B spreyttu sig í 6. þrepi.  Þar urðu í efstu sætum þær Iðunn Ingvarsdóttir (60,1 stig), Kolbrún Lilja Stefánsdóttir (59,3), Birgitta Heiða Jóhannsdóttir (59,2), Viktoría Dís Valdimarsdóttir (57,8) og Alexía Margrét Axelsdóttir (57,2).  Einnig kepptu stúlkur úr ponsurA til verlauna og þar varð í efsta sæti Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir (61,2 stig), Jónína Linnet (60,3), Júlía Lind Sigurðardóttir (59,7), Karin Magnea Garðarsdóttir (59,2) og Kamilla Hafdís Ketel (56,7).

Mótið var mjög skemmtilegt og sýndi hve mikil gróska og áhugi er hjá stúlkum og þjálfurum þeirra í almennum hópum fimleikadeildar.  Ragnheiður Hjaltalín sem hefur umsjón með þessum hópum og þjálfarar sem voru henni til aðstoðar eiga hrós skilið fyrir skipulag og framkvæmd mótsins.

Myndin sem fylgir frétt er af hluta pæja á verðlaunapalli á mótinu.  Fleiri myndir er að finna á Facebook síðu fimleikadeildar.