Mínervumótið haldið um helgina! Úrslit, skipulag o.fl.
Úrslit laugardagur:
Úrslit sunnudagur:
Mínervumót Fimleikafélagsins Björk fer fram núna um helgina. Skráðir þátttakendur á mótinu eru um 350 frá 9 félögum, að langmestu leiti stúlkur, og keppt verður í 6., 5., 4. og 3. þrepi stúlkna. Einnig verður keppt í 5. þrepi pilta að þessu sinni þar sem lið frá Gerplu kemur í heimsókn. Skipulag mótsins er:
Laugardagur:
1. hluti A – 6. þrep, innmars kl. 8.20, lok mótshluta kl. 10.30.
1. hluti B – 6. þrep, innmars kl. 11.20, lok mótshluta kl. 13.20.
Verðlaunaafhending fyrir mótshluta 1A og 1B er áætluð kl. 13.30.
2. hluti – 5. þrep, innmars kl. 15.10, lok mótshluta og verðlaunaafhending kl. 18.10.
Sunnudagur:
3. hluti – 5. þrep Létt, innmars kl. 10.00, lok mótshluta og verðlaunaafhending kl. 13.00.
4. hluti – 4. og 3. þrep, innmars kl. 14.00, lok mótshluta og verðlaunaafhending kl. 17.00.
Aðgangseyrir að mótinu er kr. 500,- frítt fyrir börn 14 ára og yngri. Allir velkomnir!
Úrslit af mótinu munu koma inn á þessa frétt stuttu eftir að mótshlutum lýkur.