Lok vorannar, vorsýningar, sumarnámskeið og skráningar á haustönn!

  • 14. maí, 2015

Vorönn hjá nánast öllum hópum félagsins í öllum deildum, lýkur formlega föstudaginn 29. maí.  Umsjónaraðilar hópa hjá viðkomandi deild eða þjálfarar munu vera í sambandi við forráðamenn varðandi það hvenær vorönn lýkur hjá þeirra börnum.

Hjá fimleikadeild marka vorsýningar lok annar hjá öllum hópum deildarinnar nema keppnishópum en þeir hópar æfa út júní.  Vorsýningarnar fara fram frá þriðjudeginum 26. maí til fimmtudagsins 28. maí (6 sýningar).  Sjá sýningaráætlun vorsýninga hjá fimleikadeild hér:Vorsyn15(21mai)

ATH!  Aðgangseyrir á vorsýningar er kr. 500,-, frítt fyrir börn 14 ára og yngri.  Allir velkomnir!

Fyrir þá iðkendur sem hafa áhuga á að halda áfram að bæta sig í sinni íþrótt í sumar hvetjum við til að skrá sig á sumarnámskeið hjá félaginu, sjá upplýsingar um þau sumarnámskeið sem við höfum tök á að bjóða uppATH!  Varðandi áframhald iðkenda á haustönn 2015 þurfa forráðamenn að skrá börnin sín áfram.  Skráningin fer fram í gegnum ‘mínar síður‘ á vef Hafnarfjarðarbæjar, einnig hægt að fara inn hér!  ATH!  Skráningin skv. ofangreindu er ekki beint inn í hóp heldur er skráningin staðfesting frá forráðamönnum um að börnin þeirra vilji æfa hjá okkur á haustönn 2015.  Engin greiðsla á sér stað við þessa skráningu.  Við þurfum síðan að fara yfir þær staðfestingar, raða í hópa, o.þ.h. og verðum í sambandi við forráðamenn vegna hópa, tímatöflu, verðs, o.fl. þegar nær dregur.