Peysur og bolir

  • 5. október, 2015
Nú erum við komin með verð í boli og peysur fyrir krakkana í klifurdeildinni:
Börn bolur: 1900 kr
Börn peysa: 4600 kr
Fullorðinn bolur: 1900 kr (einhverjir af elstu krökkunum gætu frekar viljað fullorðins stærðir)
Fullorðinn peysa: 4900 kr
Það er Royal blár litur í bolunum og peysunum, bæði verða merkt með logo-i klifurdeildarinnar á baki og svo nafn framan á brjósti.
Okkur langar svo svakalega að vera komin með þetta fyrir Dalvíkurferð og verðum því að vera búin að panta á miðvikudagskvöld og ætlum við því að taka við pöntunum á morgun þriðjudag og á miðvikudag.
Á þriðjudag kl 14:45 – 15:15 og svo aftur kl 17:45-18:15
og á miðvikudag kl 15:45 – 16:15 og svo aftur kl 17:45-18:15
Vonandi geta allir sem ætla að kaupa sér mætt á þessum tíma, með einhvern fullorðinn með sér til að máta og staðfesta að iðkandinn sé með leyfi til að panta, en ef einhver getur ekki komið á þessum tíma er hægt að hafa samband við Guðlaugu í síma 868 2919
Við tökum niður pantanir en skrifstofa félagsins kemur til með að taka við greiðslu og verður að vera búið að greiða áður en vara er afhent.