Komdu með okkur á toppinn!

  • 26. október, 2015

Iðkendur, þjálfarar, aðstandendur og góðir gestir í fimleikadeildinni hjá Fimleikafélaginu Björk ætla að klífa Everest næstkomandi laugardag 31. okt.  Það verður gert með því að fara 1.475 ferðir upp kaðlana milli kl. 11 og 16, eða sem svarar hæð Everest 8.848 m.  Markmið Everestfararinnar er að safna áheitum og fé til kaupa á nýju fimleikagólfi.  Núverandi gólf er 13 ára gamalt en þróunin og endurnýjunin í fimelikagólfum hefur verið það mikil á þessum tíma að í raun er þetta orðið annað áhald en það sem við höfum.    Everstdagurinn verður skemmtilegur fjölskyldudagur þar sem góðir gestir munu heimsækja okkur.  Boðið verður upp á kaffi og meðlæti til sölu til styrktar málefninu.   Krakkarnir eru að safna áheitum og er reikningur söfunarinnar 545-14-404371 kt. 550110-1130.  Allur stuðningur er vel þeginn.

tn_500x_2113-0