Leikskólahópar klára haustönnina með jólaæfingu

  • 7. desember, 2015

Frábær stemmning var í Bjarkarhúsinu í gær þegar leikskólahóparnir kláruðu sitt hausttímabil með jólaæfingu.

tn_500x_2121-0Fimleikabraut var sett upp um allt hús sem börn og foreldrar skemmtu sér í og lék bros um hvert andlit.

Í lokin gæddu foreldrar og börn sér á piparkökum og ís við mikla ánægju yngstu kynslóðarinnar.

Takk fyrir samveruna í haust, vonumst til að sjá ykkur sem flest aftur á vorönninni:)