Átta fimleikamenn og konur frá Björk í úrvalshópum FSÍ

  • 10. desember, 2015

Átta fimleikamenn og konur frá Björk í úrvalshópum FSÍ

Fimleikasamband Íslands tilkynnti á dögunum um val í úrvalshópa í karla, kvenna og unglingaflokkum. Fimleikafélagið Björk á 8 fulltrúa í hópunum en það eru í fullorðinsflokki Kristjana Ýr Kristinsdóttir og Stefán Ingvarsson og í unglingaflokki eru það Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Nína María Guðnadóttir, Sara Mist Arnar, Breki Snorrason og Orri Geir Andrésson sem eru fulltrúar félagsins.
Landsliðsþjálfar völdu í hópana í kjölfar þrekprófa og landsliðsæfinga sem fóru fram á dögunum. Fjölmörg verkefni eru framundan hjá fimleikalandsliðunum og verður valið í þau úr þessum hópum.