Jólasýning Bjarkanna, Jól á Everest, er á lokametrunum
Jólasýning Fimleikafélagsins Björk, Jól á Everest, verður sýnd dagana 14., 15. og 16. desember.
Iðkendur og þjálfarar hafa unnið hörðum höndum við að gera allt tilbúið en einnig drógum við mikla reynslubolta á land til að aðstoða okkur. Nokkrar „gamlar“ stjörnur úr félaginu, kíktu til okkar og kenndu elstu iðkendum okkar sýningardans sem þær notuðu á sýnum tíma og verður hann sýndur á öllum sýningunum 5.
Það hefur verið afar skemmtilegt að fylgjast með þessu og vonum við að allir gestir á sýningunum muni njóta afrakstursins jafn mikið og við höfum notið undirbúningsins.
Myndin með fréttinni sýnir leið „okkar“ á toppinn og sýningardagskrá hópanna.