Íþróttafólk ársins hjá Björk

  • 19. desember, 2015

Í loka vetrar er hefð fyrir því að heiðra okkar helsta íþróttafólk og fór sú athöfn fram í hátíðarsal Íþróttamiðstöðvarinnar Björk í dag.

Fimleikadeild, klifurdeild og TaeKwonDo deild félagsins heiðruðu sitt íþróttafólk og félagið sjálft valdi svo íþróttafólk ársins úr þeim hóp.

Íþróttafólk ársins að þessu sinni voru þau Stefán Ingvarsson, fimleikamaður ársins og Bryndís Guðmundsdóttir, klifurkona ársins.
Viðurkenningar félaganna voru sem hér segir:

Fimleikakona ársins 2015
Margrét Lea Kristinsdóttir
Fimleikamaður ársins 2015
Stefán Ingvarsson
Klifurmaður ársins 2015
Arnar Freyr Hjartarson
Klifurkona ársins 2015
Bryndís Guðmundsdóttir
TaeKwonDomaður ársins 2015
Heikir Örn Ottóson
TaeKwonDokona ársins 2015
Ísabella Alexandra Speight