Ný deild stofnuð hjá félaginu

  • 4. febrúar, 2016

Fimleikafélagið BJÖRK stofnar Félagadeild !
Þriðjudaginn 9. febrúar n.k. kl 20.00 verður stofnuð Félagadeild Fimleikafélagsins BJÖRK.

Deildin verður vettvangur eldri stjórnarmanna, foreldra og iðkenda svo og
velunnara félagsins til að leggja sitt að mörkum og til að hafa áhrif á starf
og stjórnun hjá félaginu.

Undirbúningsnefndin hvetur alla til að mæta og gerast formlega stofnfélagar að deildinni.