Flottur árangur á þrepamótum
Nú er þrepamótum Fimleikasambandsins lokið, með þrepamóti 2 sem fram fór í Gerplu um liðna helgi en þrepamót 1 fór fram helgina á undan í Ármanni.
Á þrepamótum er keppt í 1. – 5. þrepi íslenska fimleikastigans og stóðu iðkendur félagsins með miklum sóma.
Á þrepamóti 1 bar árangur strákanna í 5. þrepi einna hæst en þar urðu Bjarkar strákar í fjórum efstu sætunum í 5. þrepi 10 ára og eldri en úrslit frá mótinu má nálgast hér.
Á þrepamóti 2 var árangurinn líka góður hjá Bjarkar stúlkum og drengjum og unnu þau til fjölda verðlauna, bæði í fjölþraut og á stökum áhöldum. Nánari úrslit má sjá hér.