Björk var grátlega nærri bikarmeistaratitlinum

  • 12. mars, 2016

Bikarkeppni Fimleikasambands Íslands í frjálsum æfingum kvenna sem fram fór í dag, var gríðarlega spennandi. Fór svo að úrslitin réðust ekki fyrr en í lokaumferðinni.

Fyrir lokaumferðina var Gerpla í fyrsta sæti, Björk í öðru sæti og Ármann í því þriðja.
Gerpla átti þó erfiðasta áhaldið eft­ir, tvíslá, og því lík­legt að það yrði annaðhvort Björk eða Ármann sem hampaði titl­in­um í lok dags.
Loka­áhaldið hjá Ármanni var gólf. Þar stigu Ármanns­stúlk­ur varla feil­spor á meðan Bjark­ar­stelp­ur voru með nokk­ur dýr mis­tök á sínu loka­áhaldi, slá. Fór svo að Ármann komst upp fyr­ir bæði Björk og Gerplu og tryggði sér titil­inn.