Sögulegt hjá elstu drengjunum

  • 12. mars, 2016

Í dag gerðist það, í fyrsta sinn í sögu Fimleikafélagsins Björk, að sent var lið til keppni í frjálsum æfingum í karlaflokki.

Strákarnir stóðu sig frábærlega. Breki Snorrason og Orri Geir Andrésson, sem keppa í 1. þrepi, kepptu uppfyrir sig og mynduðu lið í frjálsum æfingum með Stefáni Ingvarssyni. Þeir höfnuðu í 3. sæti, á eftir Gerplu í 2. sætinu og Ármanni sem vörðu bikarmeistaratitilinn.

Svo lengi sem menn muna, hafa þrjú lið aldrei tekið þátt í bikarkeppninni í frjálsum æfingum karla. Þó við ofurefli hafi verið að etja hjá drengjunum okkar, þá stóðu þeir sig allir vel og full ástæða til að líta björtum augum á framtíðina, enda tveir bikarmeistaratitlar komnir í hús í yngri flokkunum nú þegar.