Annar Íslandsmeistaratitill í grjótglímu

  • 13. mars, 2016

Enn einn Íslandsmeistaratitill bættist í safnið, til viðbótar við titil Óðins Arnars Freyssonar í 11-12 ára flokki, í dag þegar Björn Gabríel Björnsson varð Íslandsmeistari í grjótglímu í flokki 13-15 ára og Arnar Freyr Hjartarson hafnaði í 3. sæti. Í stúlknaflokki í sama aldursflokki varð Bryndís Guðmundsdóttir í 2. sæti og Gabríela Einarsdóttir hafnaði í 3. sæti.