Aðalfundur Björk verður þann 26. apríl næstkomandi
Aðalfundur fimleikafélagsins Björk verður haldinn þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 20.00 í Íþróttamiðstöðinni Björk að Haukahrauni 1.
Dagskrá fundarins verður í samræmi við lög félagsins, sem finna má á heimasíðu félagsins ( www.fbjork.is/logfelagsins).
Í samræmi við grein 4.6 og 4.7 í lögum félagsins þá þarf framboð til stjórnar að tilkynnast til félagsins 10 dögum fyrir fund. Formaður er kosinn árlega og einn stjórnarmaður. Aðrir stjórnarmenn eru kjörnir eftir tillögum deilda. 2 frá fimleikadeild, 1 frá TKD, 1 frá klifurdeild og 1 frá félagadeild.
Eins verða tillögur sem taka á fyrir á fundinum að berast í síðasta lagi viku fyrir fund svo hægt sé að taka þær fyrir á fundinum. Tillögur skulu berast á skrifstofu eða á netfangið fbjork@fbjork.is. Gögn fundarins munu svo liggja frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir fund.
Allir áhugasamir um rekstur, stjórnun og framtíð félagsins eru hvattir til að mæta.
Stjórnin