Fjórir af átta landsliðsmönnum og konum úr Björk

  • 30. mars, 2016

Fimleikasamband Íslands tilkynnti í gær, val landsliðsþjálfara í tvö landsliðsverkefni sem Fimleikasambandið ræðst í í apríl.

Þann 7. – 10 apríl sendir Ísland lið til keppni á heimsbikarmót í áhaldafimleikum kvenna í Ljubljana. Þar eru 3 af 4 liðsmönnum úr Björk, þær Norma Dögg RóbertsdóttirSigríður Hrönn Bergþórsdóttir og Tinna Óðinsdóttir ásamt Dominiqua Alma Belányi úr Ármanni.

Þann 8. – 10. apríl tekur Ísland þátt á gríðar sterku unglingamóti í áhaldafimleikum karla, Berlínar Cup.  Unglingaliðið mynda þeir Atli Þórður Jónsson og Martin Bjarni Guðmundsson úr Gerplu, Jónas Ingi Þórisson úr Ármanni og Stefán Ingvarsson úr Björk en Breki Snorrason úr Björk er varamaður.

Samtals eru þetta 4 af 8 landsliðsmönnum og konum sem koma úr Björk auk eins varamanns.

Frábær árangur hjá þessu frábæra fimleikafólki, til hamingju!