Allt á fullu hjá Bjarkarfólki um helgina
Það er greinilega komið vor í loft og allt vitlaust að gera í íþróttalífinu.
Nú um helgina fer fram risastórt Íslandsmót í þrepum á vegum Fimleikasambandsins, þar sem Björk er með fjölda keppenda. Klifurdeildin er í sinni árlegu og sívinsælu æfingaferð á Dalvík og TaeKwonDo deildin er með keppendur á bikarmóti hér heima auk þess sem TaeKwonDo kapparnir Gabríel Örn Grétarsson og Leó Speight keppa á alþjóðlegu móti í Finnlandi.
Við óskum okkar iðkendum að sjálfsögðu góðs gengis og ekki síður, góðrar skemmtunar:)
Áfram Björk!