Fimleikafélögin í Hafnarfirði standa saman að fimleikamóti

  • 18. apríl, 2016

Íslandsmótið í hópfimleikum sem fram fer 22. og 23. apríl næstkomandi verður haldið í Kaplakrika.

Upphaflega stóð til að halda mótið á Ásvöllum í samstarfið við Hauka en vegna góðs árangurs Haukanna, bæði í kröfu og handbolta hjá báðum kynjum, er húsið einfaldlega uppbókað.

Þá er gott að hafa annað fimleikafélag í bænum, FH brugðust ekki þegar kallið kom og tóku yfir samning Haukanna.

Fimleikafélagið Björk og FH standa því saman að framkvæmd mótsins sem fram fer á föstudag og laugardag og vonumst við til að sjá ykkur sem flest.