Þrír Íslandsmeistaratitlar í fimleikum um helgina

  • 18. apríl, 2016

Íslandsmótið í þrepum fór fram í húsakynnum Gerplu um helgina.

Á mótinu keppa aðeins þeir iðkendur sem öðlast hafa keppnisrétt með því að ná sínu keppnisþrepi í íslenska fimleikastiganum.

Björk átti alls 41 keppanda á mótinu, 27 stelpur og 14 stráka og enduðu 3 gullverðlaun um háls iðkenda úr Björk auk nokkurra annara málma.

Tvenn gullverðlaun komu í hús í 1. og efsta þrepi fimleikastigans en þau hlutu þau Guðrún Edda Min Harðardóttir  og Breki Snorrason (í flokki 15 ára og yngri). Auk þess unnu strákarnir í 5. þrepi þrefallt þegar Björn Ingi Hauksson hafnaði í 1. sæti á undan þeim Ara Frey Kristinssyni og Lúkasi Ara Ragnarssyni.

Aldeilis flottur árangur hjá okkar fólki um helgina en nánari úrslit má sjá hér.


Breki
Guðrún