Flottur árangur á Bikarmóti í TaeKwonDo

  • 23. apríl, 2016

Þriðja bikarmót Taekwondo sambands Íslands var haldið í íþróttahúsi Kennaraháskólans helgina 16 – 17 apríl sl. og var keppt bæði í bardaga (sparring) og í tækni (poomsae). Taekwondodeild Bjarkanna fór með átta keppendur, sjö stráka og eina stelpu, sem kepptu í þremur mismunandi aldursflokkum, minior, junior og senior.
Á laugardeginum kepptu yngstu iðkendurnir okkar.  Anton Orri Heiðarsson og Guðni Hannesson náðu báðir í silfurverðlaun og þeir Nói Starrason og Smári Hannesson lentu í þriðja sæti, allir í bardaga.  Flottur árangur hjá iðkendunum okkar sem sum hver voru að keppa á sínu fyrsta móti.

Á sunnudeginum voru það svo junior og senior keppendur sem tóku slaginn í orðsins fyllstu merkingu en okkar þrír keppendur kepptu allir í bardaga og stóðu sig afburðavel, fengu öll gull í sínum þyngdarflokkum en það voru þau Sigurður Pálsson, María Gróa Pétursdóttir og Sölvi Már Ottóson.