Arnar bætti bikarmeistaratitli í safnið

  • 26. apríl, 2016

Bikarmót í klifri fór fram í Klifurhúsinu um helgina. Fimm iðkendur úr Björk höfðu unnið sér inn þátttökurétt á mótinu með góðri frammistöðu í vetur og voru það þau Arnar Freyr Hjartarson, Björn Gabríel Björsson, Bryndís Guðmundsdóttir og Gabríela Einarsdóttir sem kepptu á mótinu og stóðu sig öll með miklum sóma.

Arnar Freyr og Björn Gabríel kepptu í flokki 13-15 ára drengja og Bryndís og Gabríela í flokki 13-15 ára stúlkna.

Arnar Freyr, sem nú þegar er búinn að tryggja sér Íslandsmeistaratitil í stökki, gerði sér lítið fyrir og varð bikarmeistari með 4 ferðum á toppinn með 4 bónusum en næsti maður, Emil Bjartur Sigurjónsson varð annar með 3 og 3.