Fallegar gjafir frá félagadeild á afmælisdaginn

  • 1. júlí, 2016

Fimleikafélagið Björk varð 65 ára í dag og var það nýstofnuð félagadeild Fimleikafélagsins „Björk“ sem tók að sér afmælisfagnað félagsins.

Félagadeildin, sem hefur m.a. sett sér það markmið að fegra umhverfið okkar, byrjaði heldur betur með stæl.

Í tilefni 65 ára afmælisins var merki félagsins bætt við nafnið á framhlið íþróttamiðstöðvarinnar og myndir af formönnum félagsins hengdar upp í andyri.  Síðast en ekki síst, heiðraði félagadeildin þær Þorgerði M. Gísladóttur og Hlín Árnadóttur með mynningarspjöldum um störf þeirra fyrir félagið.

Að sama tilefni voru þær Þorgerður María og Hlín voru gerðar að fyrstu heiðursfélögum „Björk“ en Þorgerður var hvatamaður að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess en Hlín hefur starfað nánast óslitið hjá félaginu í 41 ár.

Fjölmargir voru viðstaddir athöfnina sem Anna Kristín Jóhannesdóttir stýrði en Hafsteinn Þórðarson afhendi spjöldin og skildina f.h. félagadeildarinnar.

Á heildina litið afar skemmtilegur og ánægjulegur dagur fyrir félagið og á félagadeildin þakkir skilið fyrir framlag sitt.

Myndir af öllum formönnum félagsins frá stofnun þess.

Myndir af öllum formönnum félagsins frá stofnun þess.