Skráning í fimleika fyrir haustönn er hafin

  • 16. ágúst, 2016

Gríðarleg aðsókn er í fimleika hjá okkur í ár og því verða allir sem hafa áhuga á að æfa fimleika í vetur að forskrá sig en biðlistar eru núþegar byrjaðir að myndast í ákveðna aldurshópa.

Það er ekki hægt að skrá í hópa, aðeins flokka, þ.e. leikskólahópa, forskólahópa, ponsur, gutta o.s.frv.

Forskráningin kostar ekkert og það er ekki fyrr en búið er að úthluta plássum í hópum og upplýsa um æfingatíma sem kemur að því að klára formlega skráningu og ganga frá æfingagjöldum.

Allir sem eru forskráðir munu fá tölvupóst um þá æfingatíma sem þeim stendur til boða ásamt leiðbeiningum um endanlega skráningu.

Forskráningin fer fram í gegnum bjork.felog.is eða í gegnum mínar síður hjá Hafnarfjarðarbæ.