Björk rakar inn verðlaunum á TM móti í áhaldafimleikum
Í dag hófst keppnistímabilið í áhaldafimleikum þegar TM mótið í frjálsum æfingum fór fram í Björk í dag.
Mótið er fyrsta mót vetrarins og flestir keppendur því að komast í gang en mótið er einnig síðasta mótið fyrir Norður Evrópumótið sem fram fer í lok mánaðarins og því góð æfing fyrir landsliðsfólkið okkar.
Ekki var keppt í fjölþraut á mótinu, einungis á stökum áhöldum en Björk vann í heildina til 12 gullverðlauna, 13 silfurverðlauna og 3 bronsverðlauna. Flottur árangur hjá okkar fólki á fyrsta móti vetrarins og greinilegt að það er spennandi og skemmtilegur vetur framundan.