Klifurdeildin spryngur út

  • 9. október, 2016

Klifurdeild félagsins er aldeilis að slá í gegn þessa dagana.

Nú þegar eru 90 iðkendur skráðir í deildina og hafa aldrei verið fleiri og biðlisti í flesta hópa.

Það var því ljóst að bæta varð aðstöðu deildarinnar og var ákveðið að taka hluta af áhorfendastúkunni til að stækka svæðið sem deildin hefur til umráða.

Það var gert í gær og gengur flutningar með afdæmum vel og allir sem lögðu hönd á plóg eiga þakkir skilið.

Næst á dagskrá er að útbúa rýmir þannig að það nýtist deildinni sem best.