Frábær árangur hjá Bjarkarstelpunum á NEM
Íslenska kvennalandsliðið í áhaldafimleikum hafnaði í 6. sæti á Norður-Evrópumótinu sem fram fór í Þrándheimi í liðna helgi.
Í íslenska liðinu, sem skipað er 5 keppendum, voru 3 iðkendur úr Björk, þær Andrea Ingibjörg, Sigríður Hrönn og Margrét Lea. Þær stóðu sig allar vel og komst Sigríður Hrönn í úrslit á stökki, þar sem hún hafnaði í 3ja sæti en Andrea var þar fyrsti varamaður inn í úrslitin. Margrét Lea, sem er enn í unglingaflokki komst svo í úrslit á slá þar sem hún hafnaði í 6. sæti.
Agnes Suto, úr Gerplu og Sigríður Hrönn kepptu einnig í fjölþraut en þar hafnaði Agnes í 6. sæti og Sigríður Hrönn í því 14.
Frábær árangur hjá Bjarkarstúlkum og við óskum Sigríði Hrönn til hamingju með bronsverðlaunin.