Flottur árangur hjá Siggu og Tinnu í Cottbus
Sigríður Hrönn og Tinna Óðinsdóttir hafa nú lokið keppni á Turnier des Meister Heimsbikarmótinu sem fram fór í Cottbus í Þýskalandi.
Turnier des Meister er ekki fjölþrautarmót, heldur eingöngu keppt á stökum áhöldum.
Sigríður og Tinna skipuðu íslenska kvennalandsliðið á mótinu ásamt þeim Irinu Sazonovu frá Ármanni og Agnesi Suto frá Gerplu.
Íslenska liðið stóð sig frábærlega og komust þær allar í úrslit á mótinu. Sigríður Hrönn keppti til úrslita á stökki þar sem hún hafnaði í 8. sæti en Irina varð 7. Á slá varð Sigríður Hrönn 6. og á gólfi hafnaði Tinna í 7. sæti og Agnes í því 8. Á tvíslá varð Irina sjötta og Agnes sjöunda.
Flottur árangur hjá íslenska liðinu sem stóð sig frábærlega á þessu sögufræga heimsbikarmóti. Turnier des Meister er eitt elsta heimsbikarmót í heimi og er haldið árlega í Cottbus í Þýskalandi en þar er Svetlana Khorkina m.a. á lista yfir verðlaunahafa.