Upphaf vorannar

  • 29. desember, 2016

Nú fer að líða að nýju ári og þá hefst ný önn hjá öllum deildum félagsins.

Vorönnin hefst þann 9. janúar og er gert ráð fyrir að flestir hópar haldi sér án breytinga.  Þar sem breytingar verða, mun skrifstofa senda út tölvupóst til upplýsinga fyrir aðstandendur.

Athugið að breytingar geta orðið rétt áður en önnin hefst og jafnvel stuttu eftir að hún hefst þegar stundatöflur þjálfara eru tilbúnar.

Mikil aukning hefur verið í félaginu og flestir hópar fullir. Þeir sem æfðu á haustönn og hafa greitt æfingagjöld hafa forgang í hópa á vorönn og hvetjum við því alla sem ætla sér að halda áfram á vorönn til að ganga frá greiðslu æfingagjalda.

Þeir sem gengið hafa frá æfingagjöldum skrást sjálfkrafa á vorönn nema þeir hafi óskað eftir öðru.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu í síma 4 160 160 eða í gegnum tölvupóst á fbjork@fbjork.is+