Skráning og upphaf vorannar
Á mánudag hefst vorönn hjá Fimleikafélaginu Björk formlega.
Allir sem hafa gengið frá æfingagjöldum og ekki hafa tilkynnt til skrifstofu að þeir ætli sér ekki að vera á vorönn, eru sjálfkrafa skráðir.
Við reynum að halda breytingum milli haust og vorannar í lágmarki en það er þó oft sem einhverjar breytingar þarf að gera, ýmist vegna skipulagsbreytinga, fjölda iðkenda eða þjálfarastöðu.
Við erum að reyna að koma síðustu púslunum fyrir í myndina og sendum tölvupósta á alla hópa sem einhverjar breytingar verða hjá um leið og málin skýrast.