Tveir Íslandsmeistarar og Íslandsmet í stökki

  • 24. febrúar, 2017

Íslandsmeistaramótið í stökki fór fram í Klifurhúsinu um liðna helgi og áttu Bjarkarkrakkarnir aldeilis góðan dag í fokki 13-15 ára og unnu til 5 af 6 verðlaunum og þar af tvo Íslandsmeistaratitla.

Gabríela Einarsdóttir vann annan Íslandsmeistaratitilinn og jafnaði Íslandsmet upp á 185 cm. og Védís Ýmisdóttir varð í 2. sæti.  Brynjar Ari vann hinn titilinn og setti um leið Íslandsmet þegar hann stökk 220 cm upp vegginn. Í 2. sæti var Arnar Freyr Hjartarson og Björn Gabríel Björnsson í því þriðja.