Bikarmeistaratitillinn aftur í Fjörðinn

  • 18. mars, 2017

Nú er keppni í frjálsum æfingum kvenna á Bikarmóti Fimleikasambands Íslands lokið.

Björk og Ármann háðu harða keppni framan af og skiptust á að vera í forystu.
Gerpla var þó aldrei langt undan og eftir frábæra umferð á stökki náði Gerpla að skríða fram úr Ármanni en gerði þó ekki nóg til að ná Björk sem tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil á þessari öld en félagið varð síðast bikarmeistari árið 1999 og hafði þá unnið titilinn í 9 ár samfleitt.
Björk sendi, eitt félaga, 2 lið til keppni. Björk 1 sem varð bikarmeistari og Björk 2 sem hafnaði í 5. sæti.
Í Björk 1 voru þær Andrea Ingibjörg Orradóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir, Margrét Lea Kristinsdóttir, Tinna Óðinsdóttir og Vigdís Pálmadóttir og Björk 2 skipuðu þær Embla Guðmundsdóttir, Emilía Björt Sigurjónsdóttir, Guðný Björk Stefánsdóttir, Karólína Lýðsdóttir og Sigríður Hrönn Bergþórsdóttir
Lokastaðan varð þessi,
Björk 1: 144.300 stig
Gerpla:  142.300 stig
Ármann: 140.500 stig
Fylkir: 136.450 stig
Björk 2: 127.000 stig