Tvenn gullverðlaun á Íslandsmóti í þrepum

  • 4. apríl, 2017

Íslandsmóti FSÍ í þrepum lauk um liðna helgi.

Björk sendi 23 stelpur og 9 stráka til keppni í 7 þrepum og unnu þau alls til 9 verðlauna.

Salóme Kristín Haraldsdóttir varð í fyrsta sæti í 3. þrepi 13 ára og eldri og Ragnheiður Jenný Jóhannsdóttir varð í fyrsta sæti í 4. þrep 10 ára og jafnframt efst yfir alla aldursflokka í því þrepi.
Natalía Dóra S. Rúnarsdóttir og Arna Brá Birgisdóttir komu svo næstar í 4. þrepi 10 ára.
Ísabella Hilmarsdóttir varð í 2. sæti í 3. þrepi 11 ára og yngri og Hrefna Lind Hannesdóttir varð þriðja í 2. þrepi 12 ára og yngri.
Björn Ingi Hauksson varð í 2. sæti í 4. þrepi drengja og Ari Freyr Kristinnsson í 3. sæti.
Adam Ernir Nelson varð svo annar í 5. þrepi drengja.