5 fulltrúar frá Björk í kvenna og stúlknalandsliðum
Fimleikafélagið Björk á 5 fulltrúa í kvenna og stúlknalandsliðum sem Fimleikasamband Íslands valdi í kjölfarið á Íslandsmótinu í frjálsum æfingum.
Tinna Óðinsdóttir var valin í kvennalandsliðið sem tekur þátt á EM í Rúmeníu sem fram fer 19. – 23. apríl næstkomandi.
Einnig voru 4 stúlkur voru valdar í 11 manna æfingahóp fyrir NM unglinga og EYOF. Það voru þær Margrét Lea Kristinsdóttir, Vigdís Pálmadóttir, Guðrún Edda Min Harðardóttir og Embla Guðmundsdóttir.